Listamenn 2023

Magnús Þór Sigmundsson

Magnús Þór Sigmundsson er eitt allra stærsta nafnið í íslenskri tónlistarsögu og er nánast sama hvar stungið er niður, hann telst meðal ástsælustu og afkastamestu laga- og textahöfunda þjóðarinnar, hefur sent frá sér ógrynni platna fyrir fólk á öllum aldri, gefið út tónlist, spilað, sungið, útsett og margt annað. Magnús á textann að tveimur af stærstu þjóðhátíðarlögum Vestmannaeyja, Ástin á sér stað og Þar sem hjartað slær og er mikill góðvinur Fjallabræðra.

Una Torfa

Una Torfa var valin tónlistarkona ársins árið 2022 á Rás 2. Una gaf út sína fyrstu plötu á síðasta ári, sem ber heitið “Flækt og týn og einmana”. Una er án efa ein efnirlegasta tónlistarkona landsins og lögin hennar eru allt frá smellnu poppi í hugljúfar hreinar tónsmíðar.

Emmsjé Gauti

Vart þarf að kynna Emmsjé Gauta, en hann hefur verið á topnnum á rappsenunni á Íslandi í mörg mörg ár. Hann er annálaður peppari og frábær listamaður. Það er óhætt að segja að stofutónleikar með Emmsjé sé eitthvað sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.

Valdimar Guðmundsson

Valdimar Guðmundsson er Keflvíkingur og forsprakki hljómsveitarinnar Valdimar, söngvari verkefnisins LÓN og hefur hefur sungið í ótal öðrum frábærum verkefnum. Valdimar er án ef einn albesti söngvari á Íslandi og við getum hreinlega ekki beðið eftir að fá að hlusta á hann. Valdimar kemur með gítarleikarann Örn Eldjárn með sér til halds og trausts.

Foreign Monkeys

Foreign Monkeys var stofnuð á seinni hluta árs 2005 og sigraði svo Músíktilraunir í mars 2006. Bandið er þekkt fyrir kraftmiklar framkomur á sviði og það í sterkr isamsvörun við veðurhaminn sem kann að geysa endrum og eins við heimabæ þeirra,Vestmannaeyjar. Foreign Monkeys hafa sent frá sér tvær plötur. Sú fyrri, “π (Pi)“kom út í apríl 2009 og sú seinni“Return“ í apríl 2019, eða10 árum síðar þegar bandið reis úr nokkur ára löngum dvala.

ELÓ

Elísabet Guðnadóttir gefur út tónlist undir nafninu Eló. Tónlist hefur alltaf verið partur af tilveru Elísabetar og hefur hún sungið og spilað á hljóðfæri frá unga aldri. Þegar hún komst á eldri unglings árin fór hún að spila meira á gítar og lagasmíðin kom eiginlega sem fylgifiskur. Það var ekki fyrr en í september á síðasta ári sem Elísabet steig út fyrir bátinn og ofan í vatnið og deildi tónlistinni sinni með heiminum, öllum þeim sem vilja hlusta. Lögin  eru lágstemmd og hugljúf, og textarnir endurspegla eigin reynslur og raunir, hugsanir, daglega lífið, strögglið, sigrana og kærleikann. 

Molda

Hljómsveitin Molda er Vestmannaeyísk rokk hljómsveit sem sækir innblástur í náttúruöflin, náttúruváin og forna sögu Íslendinga, þar sem víkingar og þungarokk mætast. Hljómsveitin var stofnuð árið 2020 og hefur þegar látið til sín taka í íslensku rokksenunni með lögum eins og Ymur jörð, Öskraðu og Málmhaus. Hljómsveitin spilar eðal flösufeykjandi rokk sem kveikir í öllum rokkhundum sama hvaða kyni, aldri eða hjúskaparstöðu. Molda lætur engann eftir ósnortinn þegar kemur að eðal rokki. Rokkið lifir, málmurinn lifir, Molda lifir!

Karlakór Vestmannaeyja

Elísabet Guðnadóttir gefur út tónlist undir nafninu Eló. Tónlist hefur alltaf verið partur af tilveru Elísabetar og hefur hún sungið og spilað á hljóðfæri frá unga aldri. Þegar hún komst á eldri unglings árin fór hún að spila meira á gítar og lagasmíðin kom eiginlega sem fylgifiskur. Það var ekki fyrr en í september á síðasta ári sem Elísabet steig út fyrir bátinn og ofan í vatnið og deildi tónlistinni sinni með heiminum, öllum þeim sem vilja hlusta. Lögin  eru lágstemmd og hugljúf, og textarnir endurspegla eigin reynslur og raunir, hugsanir, daglega lífið, strögglið, sigrana og kærleikann. 

Merkúr

Merkúr er hljómsveit í þyngri kantinum frá Vestmannaeyjum. Sveitin var stofnuð árið 2017 með það markmið að endurlífga þungarokks senuna í Vestmannaeyjum. 

Síðan þá hefur Merkúr verið að troða upp út um allt Ísland á öllum helstu þungarokks viðburðum landsins og hafa eyjapeyjarnir náð að rækta orðspor sitt í Íslensku metal senunni sem þéttasta og þyngsta band sem hefur nokkurn tímann komið frá eyjunni fögru. 

Helga & Arnór

Arnór og Helga hafa verið syngjandi dúó frá unglingsaldri.  Kærustuparið þá 15 og 16 ára urðu hugfanginn af tónlist hippaáranna og hefur það einkennt þeirra tónlistarflutnig.  Þá voru þau ein af stofnendum Hippabandsins sem stóð fyrir Hippahátíðum í 10 ár.  Einnig hafa þau starfað með ýmsum kórum hér í bæ,  stjórnuðu barnakórnum Litlir Lærisveinar sem flutti nær eingöngu frumsamin lög eftir Helgu, og voru þau gefin út af Landakirkju. Undanfarin 13 ár hafa þau haldið örtónleika á sumrin fyrir ferðalanga frá Bandaríkjunum.  þau eru bæði spennt og glöð að taka þátt í Hljómey  og syngja fyrir gesti og gangandi „Í stofunni heima” 

Hljómey er óhagnaðardrifið samfélagsverkefni. Ætlunin er að skapa viðburð sem lengir ferðamannatímabilið í Vestmannaeyjum og býr til vettvang fyrir allt það frábæra tónlistarfólk sem býr á Eyjunni. Ætlunin er að gera viðburðinn árlegan. 

Flýtileiðir
Hafðu samband