Listamenn 2024

GDRN

Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir er Mosfellingur sem hefur þrátt fyrir ungan aldur látið mikið að sér kveða í tónlistarheiminum á Íslandi undanfarin ár. Hún skaust fram á sjónarsviðið með útgáfu lagsins „Lætur mig“. Síðan þá hefur Guðrún verið atkvæðamikil í íslensku tónlistarlífi og meðal annars gefið út þrjár plötur, spilað á öllum helstu tónlistarhátíðum Íslands ásamt því að vinna til fernra verðlauna á Íslensku tónlistarverðlaununum 2018. Guðrún átti mest spilaða lag ársins árið 2023, “Parísarhjól”. Guðrún er betur þekkt undir listamannsnafninu GDRN.

KK (Kristján Kristjánsson)

Kristján Kristjánsson eða KK fæddist í Minnesota í Bandaríkjunum en fluttist síðar til Íslands. KK lærði tónlist í Malmö og ferðaðist um í Evrópu til að spila 1985-1990. Hann hefur unnið tvenn verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum. KK er einstakur listamaður með stórt hjarta og einlæg lög. 

HIPSUMHAPS

Fannar Ingi Friðþjófsson er aðalsprautan í hljómsveitinni Hipsumhaps. Hljómsveitin gaf út sína fyrstu plötu, Best geymdu leyndarmálin, árið 2019, sem innihélt ma. lögin Lífið sem mig langar í og Fyrsta ástin, sem bæði fengu heilmikla spilun. Bandið gaf svo út plötuna Lög sín tíma árið 2021 og svo nýlega plötuna Ást & praktík. 

Jónas Sigurðsson

 Jónas Sig þekkja flestir, eða allir. Hann kemur reglulega fram sem sólólistamaður og með hljómsveit sinni Ritvélar Framtíðarinnar. Jónas öðlaðist fyrst frægð með fyrri hljómsveit sinni Sólstrandargæjarnir sem gáfu út lagið ,,Rangur maður”. Jónas mætir til Eyja með band með sér, þá Guðna og Adda, og ætla að trylla lýðinn.

MUNTRA

Muntra er samansett af sama kjarna og fólkið sem hvíslar inn jólin í aðventunni í Vestmannaeyjum ár hvert síðan 2016.
Þau vildu gera eitthvað meira en bara jólatónleika og var þá tilvalið að koma fram undir öðru nafni. Muntra var í stúdíói fyrir stuttu að taka upp fyrsta singúlinn, en það er hið þekkta færeyskt lag Fagra blóma í nýjum búning með íslenskum texta en lagið kemur út á Spotify 8. mars n.k.
Muntra Skipa
Elísabet Guðnadóttir Söngur
Guðný Emilíana Tórshamar Söngur
Helgi Rasussen Tórzhamar Gítar
Hjálmar Carl Guðnason Bassi
Birkir Ingason Trommur
Jóhannes Guðjónsson Orgel og hljómborði.

Langi Seli og Skuggarnir

Langi Seli og Skuggarnir rokkabillý band sem var stofnað árið 1988. Langi Seli og Skuggarnir gáfu út árið 1988 smáskífuna “Breiðholtsbúgí” sem sló eftirminnilega í gegn.

Fyrsta plata hljómsveitarinnar, Rottur og kettir, var gefin út árið 1990.

Hljómsveitina skipa Langi Seli , Jón Skuggi  and Erik Qvick.

Hljómsveitin tók þátt í Eurovision árið 2023 og lenti í öðru sæti með lagið OK!.

MOLDA

Hljómsveitin Molda ætti að vera eyjamönnum nokkuð kunn. Hljómsveitin er skipuð
Vestmannaeyingunum Helga Rasmussen Tórzhamar gítarleikara, Alberti Snæ Tórzhamar söngvara og
gítaleikara, Dúna Geirssyni bassaleikara og Símoni Geir Geirssyni trommuleikara.
Hljómsveitin hefur verið iðin við að semja og spila síðan sveitin var stofnuð árið 2020.
Síðastliðið ár hefur hljómsveitin spilað á Skonrokk tónleikum í Vestmannaeyjum, spilað á fyrstu
Hljómey sem haldið var 2023, spilað undir hjá Leikfélagi Vestmannaeyja í sýningunni Rocky Horror
Picture Show, spilað í Færeyjum á Menntaraviku í fuglafirði, spilað á tónleikum með Karlakór
Vestmannaeyja í Höllinni og spilað á Eyja tónleikum í Hörpunni.
Hljómsveitin spilar þjóðlegt rokk þar sem yrkisefnið eru náttúruöflin, saga eyjanna, rokkið og það
sem öllum þykir svo fagurt og gott. Þá hefur hljómsveitin einnig gefið út nokkur tökulög og hefur það
nýjasta, Eyjan mín í bláum sæ, sem er eftir eyjapeyjann Árna Johnsen fengið töluverða spilun á
öldum ljósvakans.
Hljómsveitin hlakkar til að taka þátt á Hljómey 2024 og stefnir á að veita eyjamönnum og öðrum
gestum indæla stund þar sem rokkið og rólið fær að heyrast bæði hjá ungum sem öldnum rokkurum.

Elín Hall

Elín Hall er upprennandi listamaður. Hún hefur þegar gefið út tvær plötur, “Með öðrum orðum” árið 2020 og í fyrra gaf hún út plötuna “heyrist í mér?”

Elín hefur slegið rækilega í gegn með nýju plötunni sinni og hafa lög hennar hljómað á öllum helstu útvarpsstöðum undanfarna mánuði. Hún hefur meðal annars gefið út lag með Unu Torfa og GDRN. 

KLAUFAR

Kántrýsveitin Klaufar skaut öllum hljómsveitum landsins ref fyrir rass í gær með einu besta sveitaballi sögunnar á SPOT, þvílík gleði, hamingja og dans .. mæli með Klaufum fyrir atburði af öllu tagi ..!

Svona hafa margar greinar eða fréttir byrjað um hina mögnuðu sveit Kántrýsveitina Klaufa.

Klaufarnir eru stofnaðir á Selfossi árið 2006 af þeim Herberti Viðarsyni bassaleikara, Bigga Nielsen trommuleikara og Guðmundi Annas Árnasyni söngvara og gítarleikara. Sveitin hefur gengið í gegnum mannabreytingar eins og gengur en þeir tveir síðast nefndu ásamt Sigurgeiri Sigmundssyni gítarleikara og Friðriki Sturlusyni bassaleikara skipa svetina í dag, um sannkallaða súpergrúppu er að ræða hér.

Hljómsveitin Klaufar hefur gefið út 3 stórar LP plötur ásamt fjölda smáskífa. Hamingjan er björt, Síðasti mjói kaninn og Óbyggðir. Flest allt efni sveitarinnar er fáanlegt á Spotify. Nýtt er lag er væntanlegt spilun í apríl.

Við tilkynnum með miklu stolti hina einu sönnu Klaufa á Hljómey 2024.

Þeir munu hefja sumartúrinn hjá okkur og er það okkur sannur heiður!

HELGA & ARNÓR

Arnór og Helga hafa verið syngjandi dúó frá unglingsaldri.  Kærustuparið þá 15 og 16 ára urðu hugfanginn af tónlist hippaáranna og hefur það einkennt þeirra tónlistarflutnig.  Þá voru þau ein af stofnendum Hippabandsins sem stóð fyrir Hippahátíðum í 10 ár.  Einnig hafa þau starfað með ýmsum kórum hér í bæ,  stjórnuðu barnakórnum Litlir Lærisveinar sem flutti nær eingöngu frumsamin lög eftir Helgu, og voru þau gefin út af Landakirkju. Undanfarin 13 ár hafa þau haldið örtónleika á sumrin fyrir ferðalanga frá Bandaríkjunum.  þau eru bæði spennt og glöð að taka þátt í Hljómey  og syngja fyrir gesti og gangandi „Í stofunni heima” 

ÚLFUR ÚLFUR

Rappdúoið Úlfur Úlfur ætlar að mæta til Eyja og trylla mannskapinn. Bandið er nýbúið að gefa út plötu og ætla að taka alla sína bestu smelli.

Hljómey er óhagnaðardrifið samfélagsverkefni. Ætlunin er að skapa viðburð sem lengir ferðamannatímabilið í Vestmannaeyjum og býr til vettvang fyrir allt það frábæra tónlistarfólk sem býr á Eyjunni. Ætlunin er að gera viðburðinn árlegan. 

Flýtileiðir
Hafðu samband