Listamenn 2025

FRIÐRIK DÓR

Friðrik Dór er þekktur fyrir að sameina popp og rómantíska ballöður á einstakan hátt. Lög hans bera oft með sér persónulega og einlæga texta, og hann hefur náð að skapa tónlist sem tengir við fjölbreyttan hóp áheyrenda. Með skemmtilegum melódíum og grípandi viðlögum hefur hann unnið sér sess sem einn vinsælasti listamaður landsins.

 

ÁRNÝ MARGRÉT

Nýstirni í íslenskri tónlist

Árný Margrét er íslensk tónlistarkona frá Ísafirði sem hefur á stuttum tíma vakið mikla athygli fyrir einstaka rödd sína, áhrifaríkan textasmíð og heillandi lagasmíðar. Hún sameinar einlægni og dýpt í tónlist sinni og skapar tónheim sem snertir hjörtu hlustenda.

Frá upphafi ferils síns hefur Árný verið þekkt fyrir að fanga stemningu með einföldum, en áhrifamiklum laglínum og ljóðrænum textum sem varpa ljósi á mannlegar tilfinningar og reynslu. 

Árný hefur unnið sér sess á tónlistarsviðinu með kraftmiklum flutningi á tónleikum, þar sem nánd við áhorfendur og hreinskilni hennar skapar eftirminnilega upplifun. Hún hefur gefið út lög sem hafa notið vinsælda á bæði innlendum og erlendum vettvangi, og er á góðri leið með að festa sig í sessi sem ein af framúrskarandi tónlistarmönnum sinnar kynslóðar.

PÁLMI GUNNARSSON

Pálmi Gunnarsson er einn af ástsælustu tónlistarmönnum Íslands, með feril sem spannar áratugi og hefur haft mikil áhrif á íslenska dægurtónlist. Hann er þekktur fyrir einstaka rödd, færni á bassa og hæfileikann til að færa lögum persónulegan blæ.

Með djúpa og hlýja rödd hefur Pálmi unnið sér sess sem einn af ástsælustu söngvurum þjóðarinnar, bæði sem sólólistamaður og sem samstarfsmaður margra helstu tónlistarmanna Íslands. Ferill hans spannar allt frá poppi og dægurlögum til þjóðlaga og djasstónlistar, sem sýnir fjölhæfni hans og listræna næmni.

BJARTMAR GUÐLAUGS

Bjartmar Guðlaugsson er einn af litríkustu og ástsælustu tónlistarmönnum Íslands, þekktur fyrir beitta texta, skarpa kímni og einstaka lagasmíð. Hann braust fram á sjónarsviðið á níunda áratugnum og hefur síðan þá verið óstöðvandi með lög sem sameina háð, þjóðfélagsgagnrýni og hjartnæma frásögn.

GUÐNÝ EMILÍANA TÓRSHAMAR

Við kynnum fyrsta listamanninn út Eyjum – Guðný Emilíana Tórshamar! Guðný er 23 ára gömul Vestmannaeyingur og hefur síðastliðin 8 ár verið að syngja á jólatónleikum sem heita jólahvísl, spilað tvisvar á þjóðhátíð, sungið á böllum, goslok og tekið lítil gigg hér og þar um eyjuna ásamt því að koma fram á eyjatónleikunum í Hörpu.
Tónlistin sem Guðný ætlar að taka eru ljúfleg, þægileg og skemmtileg, allt af öllu.

BLAZ ROCA

Við kynnum til leiks eðalpjakkinn, stór-rapparann og ljóðskáldið Blaz Roca – stundum kallaður Erpur. Rottweilerhundur og gefur aldrei tommu eftir í lifandi flutningi. Það verður ekkert rólegt og rómantískt þar sem Blaz mun koma fram og við lofum einstakri framkomu!

HERBERT GUÐMUNDSSON

Þessi goðsögn íslenskrar tónlistar er þekkt fyrir ódauðleg lög eins og Can’t Walk Away, sem hefur lifað með þjóðinni í áratugi. Með einstaka rödd og grípandi laglínur hefur Herbert skapað sér sess sem einn ástsælasti tónlistarmaður landsins. Frá níunda áratugnum til dagsins í dag heldur hann áfram að gleðja áhorfendur með kraftmiklum flutningi og smitandi útgeislun. Góð tónlist deyr aldrei – og Herbert heldur uppi fjörinu!

ÞÖGN

Við kynnum til leiks stelpuhljómsveitina Þögn! Hljómsveitin er úr Vestmannaeyjum og tók ma. þátt í úrslitakvöldi Músíktilrauna á síðasta ári. Þögn er annað atriðið sem við kynnum sem kemur beint frá býli í Eyjum. Komið fagnandi!

PRETTY BOI TJOKKO

Haltu áfram að skína! Sei sei sei segjum við nú bara. Sæti súkkulaðidrengurinn ætlar að koma til Eyja og skína sem aldrei fyrr. Patrekur aka. PrettyBoyTjokko verður á Hljómey 2025!

JÚNÍUS MEYVANT

Næsti listamaður sem við hendum í loftið er heimsfrægasti Vestmannaeyingurinn – Júníus Meyvant! Júníus þarf alls ekki að kynna sérstaklega – hann er einfaldlega stórkostlegur listamaður. Hann ætlar að taka með sér Tómas Jónsson, fallegasta hljómborðsleikara landsins og verður það eitthvað sem enginn vill missa af!

ELÍN HALL

Við kynnum til leiks Elínu Hall! Elín var með okkur í fyrra og vitum við að hún töfraði alla sem hana sáu upp úr skónum og sumstaðar sást tár á hvarmi, svo mikið gefur hún af sér. Okkur fannst hún svo frábær að við urðum að fá hana aftur, svo hinir sem misstu af Elínu í fyrra fái tækifæri til að hlusta. Elín gaf út nýja plötu nýlega sem allir verða að hlusta á. Nú er ástæða til!

MUCKY MUCK

Við kynnum Mucky Muck! Gruggsveitin Mucky Muck er samansett af eyjapeyjum, með það markmið að vitna í gullár gruggsins. Sveitin hefur ma. komið fram á þjóðhátið, goslokum og á Hljómey.

MOSES HIGHTOWER

Jæja krakkar! Að lokum viljum við kynna, með miklu stolti, Moses Hightower!! Stórkostlegir listamenn sem eru eitthvað flottasta live band á landinu.

SUPERSERIOUS

Superserious er íslensk indie-hljómsveit frá Garðabæ. Hljómsveitin hefur fengið þrjár tilnefningar til Hlustandaverðlaunanna á Íslandi árin 2022 og 2023 og var nýliði ársins á Airwaves árið 2022.

Hljómey er óhagnaðardrifið samfélagsverkefni. Ætlunin er að skapa viðburð sem lengir ferðamannatímabilið í Vestmannaeyjum og býr til vettvang fyrir allt það frábæra tónlistarfólk sem býr á Eyjunni. Ætlunin er að gera viðburðinn árlegan. 

Flýtileiðir
Hafðu samband