tónlistarhátíð í hjarta
vestmannaeyja

noun-calendar-2080616

DAGSKRÁ

Næsta hátíð verður haldin þann 24. apríl 2026.

noun-music-note-7655532

LISTAMENN

Hér má nálgast listamenn hátíðarinnar 2026

noun-ticket-7815953

MIÐASALA

Miðasala hefst 6. febrúar 2026.

noun-social-media-7392563

SAMFÉLAGSMIÐLAR

Komdu þangað!

FACEBOOK // INSTAGRAM

hljómey

Tónlistarhátíðin Hljómey er haldin síðasta föstudag í apríl ár hvert í ýmsum stofum og húsakynnum í miðbæ Vestmannaeyja. Hátíðin var fyrst haldin árið 2023 þar sem 15 flytjendur komu fram, af þeim voru 8 úr Vestmannaeyju og var hátíðin haldin í 10 heimahúsum. Árið 2024 voru listamennirnir 14 í 10 heimahúsum. Á fyrstu tveimur hátíðunum voru gestir um 300 talsins. Árið 2025 var hátíðin haldin í 15 heimahúsum með 15 listamönnum og voru gestir hátíðarinnar um 500 talsins. 

Miðasala á hátíðina fer fram í febrúar ár hvert og byrjað er að kynna listamenn í lok janúar ár hvert. Uppselt hefur verið á allar hátíðirnar hingað til. Gestir fá afhent armbönd gegn framvísum miða og rölta þeir á milli húsa og sjá þá listamenn sem þeir kjósa hverju sinni. Dagskráin er gefin út skömmu fyrir hátíðina og má ætla að gestir geti séð allt upp í fjóra til fimm listamenn yfir kvöldið, með dugnaði. Kvöldið endar svo fyrir utan Brothers Brewery þar sem brennukóngurinn kveikir bál og við syngjum hátíðina á enda.

Mikilvægt er að fylgja FACEBOOK síðu hátíðarinnar þar sem allar tilkynningar eru birtar, m.a. um miðasölu..

styrktar- og stuðningsaðilar
Landsbankinn-logo-svarthvitt
Partyland
The Brothers Brewery
Westman Islands Inn
Herjólfur
Vestmannaeyjabær

Hljómey er óhagnaðardrifið samfélagsverkefni. Ætlunin er að skapa viðburð sem lengir ferðamannatímabilið í Vestmannaeyjum og býr til vettvang fyrir allt það frábæra tónlistarfólk sem býr á Eyjunni. Ætlunin er að gera viðburðinn árlegan. 

Flýtileiðir
Hafðu samband